Tilgangur og markmið félagsins

Tilgangur félagsins er að standa vörð um hagsmuni og réttindi skotveiðimanna á Íslandi.

Markmið félagsins er að stuðla að sameiningu skotveiðimanna og áhugamanna um skotveiðar og náttúruvernd og standa vörð um hagsmuni þeirra. Markmiði sínu hyggst félagið ná m.a. með því að:

  • Stuðla að útgáfustarfsemi og almennri fræðslu um málefni, sem snerta skotveiðar, náttúruvernd og almennan fróðleik um dýralíf landsins.
  • Eiga samvinnu við önnur félög og samtök, innlend og erlend, sem hafa málefni tengd áhugamálum skotveiðimanna á stefnuskrám sínum.
  • Stuðla að rannsóknum og gagnasöfnun um stofna veiðidýra.
  • Eiga samvinnu við önnur félög og opinbera aðila um setningu laga og reglugerða um almannarétt, náttúruvernd, friðun og veiðar dýra og meðferð skotvopna.
  • Aðstoða við stofnun félaga um skotveiðar og styðja við starfsemi þeirra.
  • Greiða fyrir aðgangi veiðimanna að veiðilöndum.
  • Gangast fyrir kynningu og fræðslu fyrir almenning um skotveiðar.
  • Stuðla að aukinni hagkvæmni innkaupa fyrir félaga.
  • Stuðla að sjálfbærri nýtingu dýrastofna.